Fundur - Æskan og hesturinn! Næstkomandi þriðjudag, 3. febrúar kl. 18, mun æskulýðsnefndin halda fund um þátttöku Sörla í Æskan og hesturinn, sem verður í Víðidalnum 15. mars nk. Þjálfarar að þessu sinni verða Hafdís Arna Sigurðardóttir og Glódís Helgadóttir. Á fundinum verður rætt um þau atriði sem Sörlakrakka langar að sýna á sýningunni. Allir krakkar, sem treysta sér til þess að ríða sjálfir, hafa til þess hest og treysta sér til að taka þátt í svona sýningu, eru hvattir til að mæta. Foreldrar eru velkomnir.