Ísmót á Hvaleyrarvatni Ísmót verður haldið á Hvaleyrarvatni laugardaginn 24. janúar kl. 13. Keppt er í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á brautinni. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti. Riðnar eru tvær ferðir fram og til baka.
Flokkar í boði: + 21 árs og yngri, + karlaflokkur, + kvennaflokkur, + opinn flokkur