Ísmót verður haldið á Hvaleyrarvatni laugardaginn 24. janúar kl. 13. Keppt er í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á brautinni. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti. Riðnar eru tvær ferðir fram og til baka.

Flokkar í boði: 
+ 21 árs og yngri, 
+ karlaflokkur, 
+ kvennaflokkur, 
+ opinn flokkur

Skráning á mótið er í dómpalli á Sörlastöðum frá 10 - 11. Ekki er hægt að taka við skráningu eftir kl. 11 þ.s. ganga þarf frá dómarablöðum of fleira. Biðjum við keppendur að virða skráningartímann. Númer afhent á sama tíma.  Greiða verður skráningargjald strax við skráningu.  Ekki er hægt að greiða með kortum.

Skráningargjald er 1.500 krónur

Athugið: Engin ábyrgð er tekin á knöpum né hestum á vatninu.

Mótanefndin áskilur sér rétt til að fresta mótinu með stuttum fyrirvara ef aðstæður breytast. Því er mikilvægt að fylgjast vel með auglýsingum frá mótanefnd á heimasíðu og fésbókarsíðum Sörla.

Mótanefnd Sörla

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 19. janúar 2015 - 16:07
Frá: