Næstkomandi þriðjudag, 3. febrúar kl. 18, mun æskulýðsnefndin halda fund um þátttöku Sörla í Æskan og hesturinn, sem verður í Víðidalnum 15. mars nk. Þjálfarar að þessu sinni verða Hafdís Arna Sigurðardóttir og Glódís Helgadóttir. Á fundinum verður rætt um þau atriði sem Sörlakrakka langar að sýna á sýningunni. Allir krakkar, sem treysta sér til þess að ríða sjálfir, hafa til þess hest og treysta sér til að taka þátt í svona sýningu, eru hvattir til að mæta. Foreldrar eru velkomnir. Á fundinum verða ræddar hugmyndir að atriðum, fjölda atriða, lagaval og búninga. Einnig munum við reyna að finna heppilega æfingatíma. Það er því mikilvægt að þeir sem ætla að vera með mæti eða sendi fulltrúa á fundinn.
Fyrir hönd æskulýðsnefndar
Hafdís Arna Sigurðardóttir netfang: hafdisarna94@gmail.com
Glódís Helgadóttir netfang: glodis11@nff.is