Ísmót Sörla var haldið í paradís okkar Sörlamanna á Hvaleyrarvatni og dásamlegu umhverfi þess.  Um 80 keppendur skráðu sig til leiks.  Ísinn var frábær og veðurguðirnir gættu þess að hafa stillt og fallegt veður rétt á meðan á mótinu stóð.  Frábærir hestar mættu á ísinn veit það á spennandi keppnisár.

Mótstjórn vill þakka sjálfboðaliðum, áhorfendum og ekki síst knöpum fyrir frábæran dag.
Einnig þökkum við dómara mótsins Oddrúnu Ýr Sigurðardóttur fyrir góða dómgæslu.  

Keppt var í fjórum flokkum, 21 árs og yngri kvennaflokki, karlaflokki og opnum flokki. Úrslit urðu eftirfarandi:

21 árs og yngri
1. Katla Sif Snorradóttir – Gustur frá Stykkishólmi - Sörli
2. Gyða Sveinsdóttir – Kornelíus frá Kirkjubæ
3. Benjamín Ingólfsson – Karmur frá Kanastöðum
4. Annabella Sigurðardóttir – Ormur frá Sigmundarstöðum - Sörli
5. Hafdís Arna Sigurðardóttir – Sólon frá Lækjarbakka - Sörli

Kvennaflokkur
1. Brynja Viðarsdóttir – Kolbakur frá Hólshúsum - Sprettur
2. Jessica Elisabeth Westlund – Dýri frá Dallandi - Hörður
3. Bryndís Snorradóttir – Vígdís frá Hafnafirði - Sörli
4. Hrafnhildur Jónsdóttir – Ósk frá Lambastöðum – Fákur
5. Kristín Ingólfsdóttir – Krummi frá Kyljuhrauni - Sörli

Karlaflokkur
1. Þórhallur Magnús Sverrisson – Frosti frá Höfðabakka - Þytur
2. Árni Geir Sigurbjörnsson – Gjöf frá Sauðárkróki - Léttfeti
3. Haraldur Haraldsson – Afsalon frá Strönd - Sörli
4. Bjarni Sigurðsson – Reitur frá Ólafsbergi - Sörli
5. Jóhannes – Esther frá Eskiholti

Opinn flokkur
1. Snorri Dal – Sikill frá Stafholti - Sörli
2. Erlendur Ari Óskarsson – Penni frá Sólheimum - Fákur
3. Anna Björk Ólafsdóttir – Oddur frá Hafnafirði - Sörli
4. Friðdóra Friðriksdóttir – Dögun frá Haga - Sörli
5. Stefnir Guðmundsson – Bjarkar frá Blesastöðum - Sörli

Myndir frá mótinu birtast á fésbókarsíðu mótanefndar Sörla.

 

Birtingardagsetning: 
sunnudaginn, 25. janúar 2015 - 8:44
Frá: