Nýtt gólf í reiðhöll Í liðinni viku var framkvæmd veruleg endurbygging á reiðhallargólfinu. Nýtt yfirlag er á gólfinu, gólfflís, sem er viðarkurl frá Furuflís. Gólf reiðhallarinnar var orðið óslétt og of hátt og var það unnið vel niður, heilmikið magn af efni tekið út, undirlagið sléttað og valtað og nýtt yfirlag sett inn. Þessi breyting er verulega til bóta fyrir starfsemi í reiðhöllinni og mikið fagnaðarefni.