Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 23. febrúar 2015 - 11:20

Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði laugardaginn 28. febrúar 2015 kl. 13:00. Dómarar að þessu sinni eru framkvæmdastjórar Fáks og Spretts, þeir Jón Finnur Hanson og Magnús Benediktsson.
Keppt verður í flokki mer- og hestfolalda. Tvö folöld verða sýnd í hverju holli.
Ókeypis aðgangur fyrir áhorfendur og veitingarsala.
Verðlaun verða veitt fyrir folald sýningar að mati dómara, folald sýningar að mati áhorfenda og efstu folöld í hvorum flokki fyrir sig.

Uppboð á folatollum verður í hléi undir stóðhestana:
Hágang frá Narfastöðum
Aðal frá Nýjabæ
Sjóð frá Kirkjubæ
Eril frá Einhamri
og Hersi frá Lambanesi

Verðlaunatollarnir eru ekki af verri endanum en í verðlaun eru folatollar eftirfarandi hesta:
Eldjárn frá Tjaldhólum
Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Svaki frá Miðsitju
Markús frá Langholtsparti
Arður frá Enni
Skyggnir frá Skeiðvöllum
og ungfolinn Kolfinnur frá Varmá, undan Spuna frá Vesturkoti og Hörpudís frá Kjarnholtum

Skráning hefst sunnudaginn 22. febrúar kl. 10:00 og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 26. febrúar. Sendið nafn og uppruna folalds á bryndis@topphross.com Folöld veða skráð eftir að greiðsla og kvittun hefur borist. Reikningsupplýsingar eru eftirfarandi: 0545-26-3615 kennitala: 640269-6509. Skráningargjald 2.000 kr. pr. folald. Kvittun skal senda á netfangið Skráning hefst sunnudaginn 22. febrúar kl. 10:00 og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 26. febrúar. Sendið nafn og uppruna folalds á bryndis@topphross.com.