Frá ferðanefnd Breytingar hafa orðið í ferðanefnd Sörla; þau Guðríður Arnardóttir og Ingvar Teitsson hafa látið af nefndarsetu og eru þeim þökkuð góð og vel unnin störf í þágu félagsins. Í stað þeirra eru komnir inn þeir Ísleifur Pálsson og Páll Gauti Pálsson og eru þeir boðnir velkomnir til starfa. Nefndin er núna þannig skipuð; Kristján Jónsson formaður, Ása Hólmarsdóttir gjaldkeri, Þórunn Þórarinsdóttir ritari, Ísleifur Pálsson meðstjórnandi og Páll Gauti Pálsson meðstjórnandi.