Góð mæting var á sýnikennslu Hinriks Sigurðssonar, Lengi býr að fyrstu gerð sem fram fór í gærkvöldi að Sörlastöðum. Hinrik mætti með tvö trippi og veitti fróðlega innsýn í fyrstu skrefin við tamningu hrossa. Almenn ánægja var með sýnikennsluna og ekki síður með spjallið og veitingarnar í hléi. Viðburðir eins og þessir hafa því ekki aðeins fræðslu- og skemmtana gildi heldur eru einnig frábær vettvangur til að hitta aðra félagsmenn og njóta samvista í góðra vina hópi. Félagsmenn eru hvattir til þess að senda póst á sorli@sorli.is ef þeir luma á hugmyndum að sýnikennslum.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 12. nóvember 2014 - 11:07