Tjaldsvæði á Landsmóti 2014 Fákur, Hörður, Sprettur og Sörli verða með sameiginlegt samkomutjald með stólum og borðum fyrir ca.50 manns þar getum við hist til skrafs og ráðagerða, haft sameiginlegt grill fyrir Sörlafélaga skýlt okkur fyrir veðri og vindum og bara skemmt okkur saman. Í kringum samkomutjaldið verður einnig hægt að tjalda og er það tjaldstæði eingöngu ætlað þessum félögum og er okkar reitur merktur með Sörla fána.