FEIF æskulýðsstarf – Lights, camera, action! Alþjóðleg kvikmyndakeppni 2015 Hvað: Liðskeppni fyrir unga knapa, 4-6 manns í hóp. Þið þurfið að framleiða myndband á bilinu 3-5 mínútur um ákveðið þema.
Þemað fyrir 2015 er: Hamingja! Hamingja er..... (setjið inn ykkar hugmynd af hamingju)
Markmið: Að ýta undir hópastarf og samvinnu, hvetja til góðrar hestamennsku og áframhaldandi lærdóms, vekja athygli á alþjóðlegum þáttum í heimi íslenska hestsins, þróa ímyndunaraflið og stuðla að þrautsegju til að stjórna og ljúka verkefni.