Sumarnámskeið fyrir unglinga sem eiga hesta!:) Í sumar verður í boði skemmtilegt námskeið fyrir unglinga sem eiga eða hafa aðgang að hesti og treysta sér til útreiða.
Aldur 12 – 16 ára
Farið verður um víðan völl en kennslan fer mest fram í löngum útreiðatúrum. Við sundríðum, æfum stökk í Rauðhólum, förum í ratleik og endum seinasta skiptið á miðnæturreið í kvöldsólinni!:)
Unglingarnir fá svo kvöldsnarl, ýmist þegar áð er, eða upp í hesthúsi!