Ákveðið hefur verið að halda frumtamingarnámskeið í haust (október-nóvember) ef næg þátttaka fæst.
Áhugavert námskeið fyrir þá sem vilja læra að frumtemja hjá flinkum tamningamanni. Nemendur koma með sín trippi en hægt er að útvega trippi ef þátttakendur þurfa.
Farið verður í:
- Atferli hestsins
- Leiðtogahlutverk
- Fortamning á trippi
- Frumtamningar
Námskeiðið hefst 28.september. Kennt verður: 28,29,30 sept 6,7,8 okt. síðan verður kennt á þriðjudögum 4 skipti. 13,27,okt og 3,10 nóvember. Námskeiðinu lýkur 10. nóvember og þá eiga trippinn að vera reiðfær. Kennsla er að mestu leyti einkatímar. Reiknað er með að nemendur fylgist með hver öðrum og læri á mismunandi hestgerðir.
Kennari: Hinrik Þór Sigurðsson
Verð kr. 57.000.-
Áhugasamir sendi mail á sorli@sorli.is