Fyrsta Landsbankamót vetrarins verður haldið laugardaginn 27. febrúar. Hefst það stundvíslega kl. 15:30 að Sörlastöðum í Hafnarfirði.
Dagskrá og keppnisflokkar:
- Pollar teymdir
- Pollar
- 100 m Skeið
- Börn
- Unglingar
- Ungmenni
- Byrjendaflokkur
- Konur 2
- Karlar 2
- Heldri menn/konur 55+
- Konur 1
- Karlar 1
- Opinn flokkur
Pollar keppa inni í reiðhöllinni
Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Sörla. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.
Landsbankamótaröðin er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.
- 1.sæti gefur 11 stig
- 2.sæti gefur 8 stig
- 3.sæti gefur 6 stig
- 4.sæti gefur 5 stig
- 5.sæti gefur 4 stig
- 1 stig fæst fyrir þá sem taka þátt.
Á þessu móti er keppt í tölti á beinni braut. Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms eftir útgefinni rásröð. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti eftir fyrirmælum þular. Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Riðnir tveir sprettir og gildir besti tíminn úr öðrum hvorum sprettinum. Sjá nánar reglur mótraðarinnar hér:
Mótanefnd hvetur keppendur að nýta vetrarmótaröðina til að fara út fyrir þægindarammann og leggja metnað í hvaða flokk það skráir sig. Það hefur ekkert fordæmi fyrir því hvaða flokka fólk skráir sig í á stærri mótum. Hér að má sjá hvernig flokkarnir eru skráðir í sportfeng og nánari lýsing á þeim.
- Annað - Opinn flokkur. Mikið keppnisvant fólk, bæði atvinnumenn og áhugamenn. Kynjablandaður flokkur. Fólk sem mjög virkt í keppni og hefur áralanga reynslu í keppni.
- Annað - Opinn flokkur - 1 flokkur. Keppnisvanir knapar, bæði konur og karlar skrá sig hér en flokkurinn er kynjaskiptur í keppni. Fólk sem hefur verið að keppa sem áhugamenn og eru komnir með reynslu í einhverjum keppnisgreinum.
- Annað - Opinn flokkur - 2 flokkur. Minna vanir knapar, bæði konur og karlar skrá sig hér en flokkur er kynjaskiptur í keppni. Fólk sem hefur lítið keppt eða er að byrja aftur að keppa eftir langt hlé.
- Annað - Meira vanir. Flokkur 55+ heldri menn og konur. Kynjablandaður flokkur fyrir knapa sem eru 55 á árinu eða eldri. Þeir sem kepptu í þessum flokk í fyrra (þá 50+) mega halda áfram að keppa í þessum flokk.
- Annað - Annað. Byrjendaflokkur. Kynjablandaður flokkur fyrir knapa sem hafa aldrei keppt en langar að spreyta sig.
- Annað - Pollaflokkur. Knapar 9 ára eða yngri á árinu. Keppnin verður inni í reiðhöll
- Barnaflokkur = Knapar 10 - 13 ára á árinu
- Unglingaflokkur = Knapar 14 - 17 ára á árinu
- Ungmennaflokkur = Knapar frá 18 - 21 ára á árinu
Skráningargjald er það sama og í fyrra kr. 2000 fyrir alla flokka nema polla kr. 500
Skráning. sportfengur.com
Skráning er opin og lýkur á hádegi á fimmtudag 25. febrúar.
Athugið að ekki er tekið við skráningum á annan hátt.
Hvetjum við alla til að taka þátt og byrja að sanka að sér stigum.
Með kveðju Mótanefndin.