Sumarferð Sörla 14. – 19. júní 2017 Hrunamannaheppur

Að þessu sinni ætla Sörlafélagar að ferðast um í ægifögru umhverfi Hrunamannahrepps, þar sem reiðleiðir eru með því besta sem gerist.

Aðstaðan Gist er í Hvítárdal þar sem að aðstaða er mjög góð uppábúin rúm fyrir 20 og einnig er mjög góð aðstaða í gamalli hlöðu fyrir kvöldmat og kvöldvökur. 

Tjöld/tjaldvagnar/fellihýsi. Gott slétt tjaldsvæði er rétt við húsið.  Góð aðkoma er fyrir fellihýsi og hjólhýsi.

Matur Í Sörlaferðum er allur matur kvölds og morgna innifalinn í verði.  Þá er gert ráð fyrir að fólk smyrji sér nesti fyrir daginn af morgunverðarborði.  Matseld og þrif í höndum þátttakenda sjálfra samkvæmt hefð.

Fararstjórn Er í höndum þeirra Heimis Gunnarsonar og Ragnhildar Birgisdóttur sem eru mörgum Sörlafélögum að góðu kunn

Fjöldi hesta. Þessi ferð krefst tveggja vel þjálfaðra hesta á mann.  Hestarnir þurfa að vera nýlega járnaðir. Að gefnu tilefni viljum við taka fram að hestar eiga að vera á sumarskeifum.  Þátttakendur eru beðnir að gæta hófs í hrossafjölda.

Verð í ferð Verðið í ferðina er kr. 52.000  á mann miðað við 2 hesta. Auka hestur í ferð 2.500 kr/hest.  Ekki er gert ráð fyrir að menn taki með sér fleiri hesta í ferðina nema með leyfi ferðanefndar þar sem hámarksfjöldi hrossa í ferðinni er 100 hross.

Skráning í ferðina verður ekki virk fyrr en 10.000 kr staðfestingargjald hefur verið greitt.  Staðfestingargjald og fullnaðargreiðslu skal leggja inn á eftirfarandi reikning:Reiknnr.1101-26-004044  Kt. 640269-6509 Vinsamlegast sendið kvittun á  ferdanefnd@sorli.is

Vinsamlega athugið:

  • Að um er að ræða takmarkaðan fjölda þátttakenda -fyrstur kemur fyrstur fær.
  • Að þeir einir geta farið í Sörlaferðir sem eru fullgildir, skuldlausir félagar í Sörla.
  • Að hjálmaskylda er í Sörlaferðum!
  • Að ölvun á hestbaki getur varðað brottvikningu úr ferð (gæta hófsJ)
  • Að hver og einn ber ábyrgð á sinni eigin slysa- og ferðatryggingu. 
  • Að greiða þarf 10.000 kr staðfestingargjald eigi síðar en 15. mars 2016.
  • Að helming ferðarinnar þarf að greiða fyrir 20. apríl 2016 þar sem endanlegur fjöldi í ferðina þarf að liggja fyrir þá (vegna staðfestingar á gistingu, rútu og fleira)
  • Að hægt er að panta í ferðina með því að senda tölvupóst á ferdanefnd@sorli.is
  • Að Sörli tekur ekki ábyrgð á meiðslum á hrossum sem alltaf geta komið upp í stóru stóði.

Athugið: Hrossin eru teymd af stað að morgni 4. Dags, þar sem við erum að fara í gegnum land með lausum hrossum

Ferðatilhögun – Allar vegalengdir áætlaðar og fyrirvari gerður um breytingar á einstökum áföngum.


Dagur 1 – 14. júní.  Mæting í Hvítárdal.Koma sér fyrir ogkvöldmatur.Nánari ferðatilhögun kynnt, farið yfir reiðleiðir næstu daga.

Dagur 2 – 15. júní.  Riðið sem leið liggur upp að Haukholtum og þar er beygt yfir á Kongsveg yfir að Brúarhlöðum og sem leið liggur að Gulfossi. áð þar og riðið svo til baka ca 25 km

Dagur 3 – 16. júní. Riðið sem leið liggur veginn upp að Helgaskála ca 35+ km 

Dagur 4 – 17. júni.  Riðið niður með Laxárgljúfrum og niður að Kaldbak 25+km

Dagur 5 – 18.  júní.   Riðið frá Kaldbak og í gegnum Berghyl og þaðan að Hvítárdal, rúmir 15 km. Síðan síðar þennan dag munum við leggja á einn hest og ríða að Eyvindarbrgi, en þar hélt fjalla Eyvindur sig og bróðir hans í Hvítárdal laumaði til hans mat.  

Dagur 6 – 19. júní.  Tiltekt og heimferð um hádegi.

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll