Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 28. janúar 2020 - 19:00

 

Miðapantanir verða afhentar og miðar seldir á Þorrablótið okkar í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag á milli kl 19:00 - 21:00

Skemmtinefnd lofar góðri skemmtun, böggla og folatollauppboðið verður að sjálfsögðu á sínum stað og partýstjóri landsins Ásgeir Páll sér um veislustjórn og bregður sér svo í DJ gallann og kemur fólki út á dansgólfið.

Kokkurinn Magnús Margeirsson sér um matinn eins og undanfarin ár.

Endilega komið og tryggið ykkur miða á blótið - Einnig verður hægt að taka frá borð í samráði við nefndina.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll