Loksins má æskulýðsstarfið fara aftur á stað og er Æskulýðsnefdin búin að skoða veðurspánna og spáð er þurru og mildu veðri og ætlar nefndin að standa fyrir reiðtúr n.k. sunnudag 10. maí. kl: 12:00 og er stefnt á að ríða Heiðmerkurhring með góðri áningu í Gjárétt. Nefndin leggur til að knapar skelli hnakktöskunum á og hafi meðferðist nesti.
Markhópurinn eru vanir krakkar sem geta riðið út sjálf og börn sem geta kastað toppi í fylgd með foreldrum. Farastjórar meta eftir getu hópsins og stærð hversu hratt verður farið.
Lagt verður stundvíslega af stað frá suðurgafli Sörlastaða kl 12:00.
Þátttakendur skulu vera í gulum endurskinsvestum, þau sem ekki mæta í slíkum vestum fá úthlutað frá æskulýðsnefndinni.
Skráningu í reiðtúrinn skal senda á aeskulydsnefnd@sorli.is en hámarks þátttakendur með nefndarmönnum eru 50 manns. Þau börn sem stunda hestamennsku í félagshesthúsi Sörla verða að hafa samráð við þær Auði og Guðbjörgu fyrir skráningu.
Vegna Covid-19 biðjum við þau sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima.
Kveðja,
Æskulýðsnefndin Sörla