Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 4. maí 2019 - 13:00
Vettvangur: 
Víðdalur

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.

Hópar ungra hestamanna frá hestamannafélögunum á stór-höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir mun setja sýninguna, en auk hinna fjölmörgu glæsilegu atriða sem börnin sýna mun Friðrik Dór koma fram og flytja vel valin lög.

Hvertjum við polla til að mæta með hesta sína og taka þátt í pollar teymdir/ríðandi. Skráning fer fram á staðnum.

Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll