Fyrir hönd Hestamannafélagsins Sörla vil ég koma þeirri leiðréttingu á framfæri að styrkur frá Íshestum var kr. 750.000 kr á árinu 2018 en ekki 300.000 krónur.
Í bókhaldi Hestamanna félagsins Sörla eru 450 þúsund krónur færðar í ársreikningi, undir lið 1 í skýringum, á ,,Ýmis fyrirtæki/aðilar“ og 300 þúsund krónur færðar á ,,Styrkir frá Íshestum“.
Styrkurinn er því í heild sinni í rekstrartekjum í ársreikningi en 450 þúsund krónur af honum, eins og áður sagði, undur liðnum ,,Ýmis fyrirtæki/aðilar“ og hefur því ekki áhrif á niðurstöðutölur ársreikningsins. Okkur þykir samt sem áður leitt að þetta hafi farið fram hjá okkur við gerð ársreikningsins og viljum við því biðjast innilegrar velvirðingar á þessum mistökum.
Unnið verður áfram að nýjum samningi við Íshesta.
F.h. Hestamannafélagsins Sörla
Kristín Þorgeirsdóttir
Gjaldkeri Hestamannafélagsins Sörla.