Núna þann 20-21 maí verður tekið við umsóknum um viðrunarhólf á vegum húsfélagssins, þeim verður deilt út þann 24 maí og heimilt verður að taka þau í notkun 25 maí.
Fari eftirspurn fram úr framboði verður dregið, því er mikilvægt að greitt sé fyrir hólfin áður en þau eru endanlega afhend. Gott að umsækendur hafi fimmtudaginn 23 maí í huga því þá verður dregið og greiðsla fara fram.
Hér má nálgast umgengisreglur hólfana: https://sorli.is/felagid/reglur-um-vidrunarholf
Umsjónarmenn hólfa girða sjálfir hver fyrir sig en til staðar eru girðingarstaurar.
Verð fyrir tvo mánuði: 5000 kr
Verð fyrir fjóra mánuði: 10.000 kr
Leigutímabilið er tveir mánuðir í senn og því verður deilt út aftur 25 júlí.
Senda skal umsókn á netfangið beitarholf@sorli.is og taka fram nafn, húsnúmer og símanúmer.
Greiða þarf fyrir hólfin með því að leggja inn á reikning húsfélagsins. Haft verður samband við umsjórnarmenn snemma þann 23 maí og þeir beðnir um að staðfesta umsóknina með greiðslu og senda kvittun á ofangreint netfang.
Gleðilegt sumar
Kveðja, Stjórn Húsfélagsins í Hlíðarþúfum