Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 24. maí 2018 - 12:42

Hestamannafélagið Sörli ætlar að breyta fyrirkomulagi vegna úrtöku fyrir Landsmót hestamanna og halda tvær úrtökur.
Skráning í báðar úrtökurnar verður frá 25. - 29. maí en ekki verður tekið við skráningum eftir það. Skráning fer fram inn á sportfeng og verður boðið upp á  hefðbundna flokka.

  • Fyrri úrtakan verður haldin um kvöldið föstudaginn 1.júní
  • Seinni úrtakan verður haldin 2 - 3. júní samhliða gæðingamóti Sörla 

ATHUGIÐ: Mótin eru lokuð og aðeins hestar í eigu Sörlafélaga sem eru gjaldgengir á mótið

Nánari upplýsingar verða birtar á morgun um gæðingamótið og úrtökurnar.

Hlökkum til að sjá ykkur á keppnisbrautinni.

Með kveðju, Valka

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll