Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 15. janúar 2018 - 9:05

Þorrablót Sörla 2018 verður haldið í veislusal F.H í Kaplakrika laugardaginn 27. janúar. Húsið opnar kl. 19:00 Veislustjóri er Halldór Gylfason,hann kemur til með að sjá um grínið og glensið á meðan á borðhaldinu stendur. Bögglauppboðið verður á sínum stað að vanda. Trúbador mætir svo á svæðið og heldur uppi fjörinu þangað til enginn getur dansað eða sungið meir. Miðaverðið er 6500

Miða er hægt að panta með að senda post á sorli@sorli.is eða hafa samband við Þórunni í síma 8972919 Hægt er að nálgast miðana á 24-25 janúar á milli 17 og 20 í reiðhöllinni

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll