Birtingardagsetning:
mánudaginn, 7. október 2019 - 9:32
Frá:
Nú er verðið að dreifa skít fyrir okkur á landsvæðið sem félagið hefur til umráða í Krýsuvík, þetta er skítur sem kemur úr taðþrónum í Hlíðarþúfum.
Stórtjón varð á dreifaranum sem verið var að nota því einhver húseigandi hefur hent stálröri út í þró.
Öllum á að vera það ljóst að einungis skítur/hrossatað á að fara í þrærnar, það má alls ekki setja skeifur, rörbúta, bjórdósir eða annað rusl.
Við verðum að virða það til að koma í veg fyrir svona tjón, við hljótum að geta gengið betur um en þetta.
Flokkum rusl í hesthúsunum okkar og förum með í Sorpu - Umfram allt göngum vel um.