Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 15. október 2021 - 14:44

Á fyrsta vetrardag laugardaginn 23.okt, ætlum við að fagna vetrinum og halda sviðaveislu.

Við fögum því að vetrardagskráin okkar er klár, nýr Sörlavefur fer þá í loftið og frábær vetur framundan.

Hún Stebba okkar ætlar að sjá um veisluna, hún þekkir okkur öll og veit hvað okkur þykir gott að borða.

Veislan kostar 2500 á mann, innifalið er svið og allt tilheyrandi og einn öl eða gos með.
Skráning á sorli@sorli.is

Að sjálfsögðu verður veislan haldin á Sörlastöðum og hún hefst kl 12:00

Vinsamlegast pantið fyrir kl 21:00 fimmtudaginn 21. okt.

Fjölmennum og fögnum vetrinum.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll