Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 2. febrúar 2018 - 11:07

Miðvikudaginn, 7. febrúar kl. 20:00 verður haldinn fyrsti súpufundur kvennadeildarinnar. Megin tilgangur fundarins er að hittast og eiga saman góða kvöldstund og kynnast betur. Boðið verður upp á súpu og brauð, einnig verður mögulegt að kaupa hvítvíns- eða rauðvínsglas. Aðgangseyrir er 1500 kr. Vínglas kostar 500 kr.

Birna Kr. Baldursdóttir, námsbrautarstjóri búvísinda á Hvanneyri og fyrrum góður og gegn Sörlafélagi ætlar að mæta og fjalla um Erfðaauðlindina, hvað það er og svarar spurningunni hvort hún skipti máli? Hún á örugglega eftir að tala bæði um hesta og geitur og annað mjög fróðlegt og skemmtilegt.

Allar konur velkomnar!

Bestu kveðjur

Stjórn kvennadeildar Sörla

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll