Ferðanefnd og stjórn félagsins hafa ákveðið að Sumarferð Sörla verður farin í ár, því það verða komnar það miklar tilslakanir í stóttvörnum.
Það sem skipti sköpum með þessa ákvörðun var að við fengum annað húsnæði, þar geta gist ca 60 manns í einstakling, tveggjamanna og sex manna herbergjum, nóg af salernum og sturtuaðstaða er góð.
Einnig er í boði að koma með tjaldvagna, fellihýsi eða tjöld.
Ferðin verður dagana 12.-17. júní 2020.
Þeir sem eruð búnir að skrá sig í ferðina, vinsamlegast greiðið staðfestingargjald strax og fullgreiðið ferðina fyrir 2.júní
Reikningsupplýsingar 544 - 26 - 004044
Kt 640269-6509
Staðfestingargjald er 20.000,-
Ferðin kostar 50.000 pr mann, en hver og einn verður að vera með pening fyrir hagabeit fyrir sín hross.
Ferðalýsing er hér neðar á pdf formi.