Við stefnum á að fara í sumarferð Sörla dagana 12.-17. júní 2020 ef aðstæður í þjóðfélaginu sökum Covid-19 leyfa.
Byrjað verður í Holtunum og riðið upp Landsveit, í Skarfanes, yfir á Heklubraut og að Gunnarsholti og þaðan ríðum við niður Krappa að Völlum.
Ferðin kostar 50.000 pr mann, en hver og einn verður að vera með pening fyrir hagabeit fyrir sín hross.
Vegna aðstæðna ætlum við að framlengja greiðslu á staðfestingagjaldi til 10. maí og ferðin verður að vera fullgreidd 1. júní.
Enn er hægt að skrá sig í ferðina með því að senda póst á ferdanefnd@sorli.is
Hér að neðan er viðhengi með leiðarlýsingu fyrir Sumarferð Sörla 2020.