Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 5. mars 2018 - 9:40

Ferðaáætlun: 11.-16.júní 2018

  • 1.ferðadagur. (12. júní þriðjudagur) Akstur að morgni frá Veiðihúsi að Innri Hólmi um 14 km. Innri Hólmur –Æðaroddi- Stóri Lambhagi.- Um 26 km
  • 2. ferðadagur.  (13. júní miðvikudagur) Stóri Lambhagi- Svínadalur – Leirárgarðar. Um 27 km
  • 3. ferðadagur.  (14. júní fimmtudagur) Leirárgarðar – Skarðsheiði – Súlunes.  Um 27 km. (ath. hækkun- falleg leið).  Sléttlendi- fjall -sléttlendi.
  • 4. ferðadagur. (15. júní föstudagur) Súlunes-Melabakkar-Ölver-Leirárgarðar. Um 27 km (+ ?) Fjara mesti hluti leiðar, sléttlendi, melar.
  • Heimferðardagur 16. júní.  - Húsinu á að skila á hádegi.

Gisting verður í stórglæsilegur veiðihúsi við Laxá í Leirársveit.  Húsið er velbúið og flest herbergi eru með sér sturtu klósetti.

Kynningarfundur verður haldinn laugardaginn 10. mars kl. 10:00 á Sörlastöðum. Tilvalið er að fá sér morgunkaffi hjá Stebbu. Verð er 55.000 kr. pr. mann í ferðina. Í verðinu er allt innifalið, gisting, hagabeit og fæði.

Vonumst til að sjá sem flesta, ferðanefndin.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll