Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 19. apríl 2014 - 14:35

Á Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl n.k  stefnum við Sörlafélagar í heimsókn og útreiðar með Dreyrafélögum á Akranesi. :-)  Þetta verður stórfín FJÖLSKYLDUFERÐ fyrir alla þá sem þora að ríða út hinum meginn við Faxaflóa!!

Við stefnum að því að leggja af  stað kl. 12:00 frá Sörlastöðum. Hestaflutningabíll verður í boði fyrir þá sem vilja og kostar 5000 kr á hestinn. Þeir sem vilja flytja hross á  eigin vegum er það algjörlega heimilt. Að loknum reiðtúr  í nágrenni Akrafjalls og Langasands munum við grilla eitthvað góðgæti með Dreyramönnum. Heimferð er áætluð um kl 16.

Það þarf að skrá sig í ferðina hjá Ásu á asaholm@gmail.com fyrir 19. apríl n.k.

 

Sjáumst
Ferðanefnd