Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 17. apríl 2019 - 22:14

 

Á skírdag hefst sala í stórhappdrætti Sörla. Yfir 100 frábærir vinningar. Einungis verða gefnir út 2000 miðar og aðeins dregið úr seldum miðum.

Dregið verður þann 18. maí.

Margskonar vörur fyrir hestamenn og aðra. Hótelgistingar, matarveislur og allskonar þjónusta og skemmtun.

Folatollarnir eru hvorki fleiri né færri en 30 talsins, hvorum öðrum flottari. Hátt dæmdir fyrstu verðlauna hestar og stórættaðir ungfolar.

Félagið safnar nú í byggingarsjóð fyrir nýrri reiðhöll og margskonar framkvæmdir eru í gangi hjá félaginu.

Við skorum á alla félagsmenn að kaupa sér miða, í fleirtölu,, og styrkja með því félagið sitt og reyna á heppnina í leiðinni.

 

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll