Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 12. október 2016 - 15:04
Ágætu hesthúseigendur og félagsmenn í Sörla.
Við biðlum til ykkar með að lána eða leigja okkur gegn vægu gjaldi átta hesthúspláss í sex vikur nóvember og desember. Við eru að fara af stað með nýtt verkefni fyrir börn og unglinga, þar sem boðið er uppá námkeið á haustönn. Krakkarnir byrja í bóklegum tímun í október en ætlunin er að útvega þeim síðan hesthúspláss frá 7. nóvember til 15. desember.
Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða okkur við þetta verkefni með því að lána eða leiga okkur hesthús eru vinsamlega beðnir að senda póst á sorli@sorli.is eða hringja í Þórunni í síma 897 2919