Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 20. apríl 2016 - 11:35

Sörli og Íshestar biðla til félagsmanna Sörla um að fá lánaða eða leigða barnahesta í júní. Ástæða þess að þessir aðilar óska eftir aðstoð frá Sörlafélögum er sú að það er búið að fella marga af barnahestum Íshesta vegna aldurs. Mikilvægt er að halda úti sumarreiðskóla fyrir börn til að laða að okkur fleiri framtíðarhestamenn. Þeir sem sjá sér fært að aðstoða með þetta mál, eru beðnir að hafa samband við Þórunni netfang sorli@sorli.is eða í síma 897 2919

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll