Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 10. maí 2017 - 13:09

Nú er ljóst að næg þátttaka er á námskeiðinu og munu nánari upplýsingar um tímasetningar birtast á laugardaginn að loknum skráningarfrest.

Í vor ætla Sif og Karen að bjóða upp á námskeið í anda Kjarnakvenna í Sörla! Námskeiðið er sett upp á eftirfarandi hátt:

  • Verklegt 2x í viku: unnið er út frá getustigi og markmiði hverrar og einnar. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.
  • Bóklegt 1x í viku: fyrirlestrar, sýnikennslur, líkamsrækt og kynningar og auðvitað almenn gleði! Verður unnið með hópnum í Fáki og því misjafnt hvar þeir eru haldnir!
  • Opinn tími 1x í viku: Frjáls mæting þar sem hægt er að nálgast reiðkennara til þess að fá aðstoð með einstök verkefni.
  • Einnig er stefnt að tíma í frjálsum útreiðum. Áhersla verður lögð á uppbyggjandi æfingar fyrir hest og knapa.

Skýr markmið verða sett strax í upphafi námskeiðs og unnið út frá þeim í þeirri viðleitni að uppskera jákvæðari, traustari og getumeiri hest. Rík áhersla verður lögð á ábendingar og stjórnun knapans. Útreiðatúrar, fyrirlestrar, sýnikennslur, spjall og almenn gleði er hluti af námskeiðinu. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir konur sem vilja auka færni sína, tileinka sér hagnýtar aðferðir og njóta hestamennskunnar í hópi góðra kvenna. Námskeiðið verður haldið 15. maí til 9. júní. Verð: 37.500.- Skráning https://goo.gl/forms/ymg9qAZeRyHswiOA2

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll