Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á opna íþróttamót Sörla og UPS sem haldið verður næstu helgi 16.- 18. maí á Sörlastöðum.
Skráning er til miðnættis í kvöld þriðjudaginn 13. maí.
Skráningargjöld eru 3.500kr. í öllum flokkum nema í pollaflokk (1.000kr.) og skeiðgreinum ( 250m, 150m, og 100m ) 2.500kr.
Boðið verður uppá eftirfarandi flokka og greinar:
-
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1-Tölt T1-Tölt T2-Fimmgangur F1 -Gæðingaskeið
-
1.flokkur (keppnisvanir): Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
-
2.flokkur (minna keppnisvanir): Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
-
Ungmennaflokkur (18 - 21 á árinu): Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
-
Unglingaflokkur (14 - 17 ár árinu): Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
-
Barnaflokkur (10 - 13 ára á árinu, ekki má skrá yngri keppendur í barnaflokk): Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T7
-
Pollaflokkar (yngri en 10 ára): Ríðandi og teymdir (þátttökuverðlaun, ekki raðað í sæti)
-
100m skeið – 150m skeið – 250m skeið
-
Fimi A /A2
Skráning er hafin á eftirfarandi vefslóð: Sportfengur
Athugið Í skráningakerfi Sportfengs er:
-
T4 er skráð sem T2
-
Pollar skráðir í Annað
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka. Nánari dagskrá verður auglýst þegar skráning liggur fyrir.
Fyrirspurnum til mótanefndar má koma til skila á netfangið motanefndsorla@
Leiðbeiningar með skráningu:
Velja skráningu í efstu línu – svo mót í næstu línu – velja Sörla sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti. Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið íþróttamót. Þá birtast þær greinar sem í boði eru á mótinu. Keppandi velur sér grein og uppá hvora hönd skal riðið. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
ATHUGIÐ: ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á motanefndsorla@gmail.com. Ef greiðsla hefur ekki borist,er keppandi ekki skráður á mótið.