Var haldið dagana 29. júní - 5. júlí 2020, fjölmargir Sörlafélagar sem kepptu þar í ýmsum flokkum.
Þetta var feikna sterkt íþróttamót en tæplega 900 skráningar voru á mótinu.
Fulltrúar okkar stóðu sig vel að vanda og hér að neðan má sjá helstu úrslit:
Meistaraflokkur:
Tölt T1 – B úrslit - 9. sæti - Hanna Rún Ingibergsdóttir og Ísrún frá Kirkjubæ, með einkunnina 7,667
Fjórgangur V1 – A úrslit – 5. sæti Hanna Rún Ingibergsdóttir og Grímur frá Skógarási, með einkunnina 7,567
Fimmgangur F1 – A úrslit – 7. sæti – Hanna Rún Ingibergsdóttir og Dropi frá Kirkjubæ, með einkunnina 7,262
Fimmgangur F2 – B úrslit – 7. sæti – Hanna Rún Ingibergsdóttir og Seifur frá Hlíð 1, með einkunnina 6,5
Tölt T3 – A úrslit – 6 sæti – Hinrik Þór Sigurðsson og Tíbrá frá Silfurmýri.
Tölt T4 – A úrslit – 1. sæti – Hanna Rún Ingibergsdóttir og Harpa frá Engjavatni, með einkunnina 7,417
1. flokkur:
Fimmgangur F2 – A úrslit – 2 sæti – Jóhannes Magnús Ármansson og Hallsteinn frá Þjóðólfshaga, með einkunnina 6,714
Gæðingaskeið PP1 – 5.sæti – 4. - 5. sæti - Hafdís Arna Sigurðardóttir og Kraftur frá Breiðholti, með einkunnina 5,53
2. flokkur:
Fjórgangur V2 – A úrslit – 2 .sæti – Inga Kristín Sigurgeirsdóttir og Auður frá Akureyri, með einkunnina 5,97
Ungmenna flokkur:
Fjórgangur V1 – A úrslit – 2. sæti – Katla Sif Snorradóttir og Gustur frá Stykkishólmi, með einkunnina 7,2
Fjórgangur V1 – B úrslit – 7. - 8. sæti – Þóra Birna Ingvarsdóttir og Hróður frá Laugarbóli, með einkunnina 6,87
Unglingaflokkur:
Fjórgangur V2 – A úrslit – 5. sæti – Sara Dís Snorradóttir og Þorsti frá Ytri Bægisá 1, einkunnina 6,5
Tölt T3 – A úrslit – 6. sæti – Sara Dís Snorradóttir og Þorsti frá Ytri Bægisá 1, einkunnina 6,39
Tölt T7 – A úrslit – 1. sæti – Anna Fríða Ingvarsdóttir og Þórir frá Hólum, með einkunnina 6,67
100 m flugaskeið – 10.sæti - Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ, með tímann 7,68
Erum við Sörlafélagar virkilega stolt af okkar keppnisfólki og óskum við öllum þeim knöpum sem tóku þátt til hamingju með árangurinn.
Áfram Sörli.