Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 17. júlí 2020 - 11:45

Nú er starfið í reiðskólunum komið á fullt hjá félaginu, en í ár  við erum í samstari við Reiðskólann hjá Íshestum og Reiðskólann Fákar og fjör eins og síðastliðið ár.

Íshestar hafa forgang á aðstöðuna í reiðhöllinni og stóra hvíta gerðið en Fákar og fjör hafa forgang á gerðin í Hlíðarþúfum.

Einnig hefur Reiðskóli Hestavals fengið leyfi til að setja upp þrautabraut inni í æfingavellinum til að nýta í sitt starf.

Öllum er velkomið að nýta svæðin þegar reiðskólarnir eru ekki að nýta þau.

Það er virkilega gaman að sjá allt lífið á svæðinu og hversu mörg börn eru að nýta sér námskeiðin hjá reiðskólunum.

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll