Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 8. september 2020 - 7:08

Nú á mánudaginn 14 september förum við af stað með Reiðmennskuæfingar af fullum krafti og skráning er opin í gegnum Nora kerfið hjá Hafnarfjarðarbæ. www.ibh.felog.is

Reiðmennskuæfingarnar byrja án hests hjá nemendum okkar, þ.e í bóklegri kennslu og svo verklegri án hests. Svo byrja verklegir reiðtímar á eigin hesti í byrjun nóvember. Við munum nú í upphafi leggja áherslu á að nemendur fái kennslu í breiðu efni í bóklega hlutanum, og svo þjálfun í jafnvægi, samhæfingu og styrk í verklegri kennslu. Þau fá einnig æfingu í grunnatriðum í vinnu við hendi til dæmis, og þá með hesta frá okkur þjálfurunum. 

Bóklegt: 
Farið í helstu hugtök reiðmennsku og þjálfunar
Hreyfifræði/gangtegundir
Að nemendur kunni skil á helstu æfingum sem notðar eru við þjálfun.
Hugarfarsþjálfun og markmiðasetning
Fóðrun og hirðing
Helstu sjúkdómar hrossa.

Verklegt: 
Vinna við hendi
Jafnvægi
Styrkur
Samhæfing
Fóðrun og hirðing (heimsókn á tamningarstöð þjálfara sinna)

Kennsla í reiðmennskuæfingum verður á mánudögum og fimmtudögum nú til að byrja með, og svo þegar verkleg kennsla hefst munum við einnig nýta laugardagsmorgna til kennslu. Allt eftir fjölda hópa sem sækja námið. 

Ég hvet ykkur til þess að hafa samband við mig í síma eða tölvupósti ef eitthvað er og eins er hægt að nálgast töluvert af upplýsingum varðandi æfingarnar á Facebook síðu Hestamannafélagsins Sörla. Þar eru myndbönd af kynningarfundi sem fram fór í streymi þann 1. september ásamt glærum fundarins. 

 

Bestu kveðjur Hinni Sig,
Yfirþjálfari Sörla
6959770

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll