Tilkynning til þeirra sem eru skráðir í lotu 2 á reiðmennskuæfingum Sörla.
Það er sannarlega ánægjulegt að fá að tilkynna ykkur að æskulýðsstarfið okkar í Sörla fær að fara af stað aftur nú eftir 4. maí, og því munum við láta slag standa og vinna upp tapaðan tíma í Reiðmennskuæfingum félagsins.
Seinni hlutinn er á dagskránni, og við erum búin að liggja töluvert yfir útfærslunni á honum til þess að koma sem allra mestu til skila og að hver knapi fái góða aðstoð við hestinn sinn á þeim stutta tíma sem lifir af þessu tímabili.
Við munum því setja æfingarnar upp í töluvert áköfum lotum.
Hópur 1: 4-5 maí og 18-19 maí (2x 40 mín 2 saman 4 og 18 maí, einkatími 5 og 19 maí)
Hópur 2: 6-7 maí og 20-21 maí (2x 40 mín 2 saman 6 og 20 maí, einkatími 7 og 21 maí)
Hópur 3: 11-12 maí og 25-26 maí (2x 40 mín 2 saman 11 og 25 maí, einkatími 12 og 26 maí)
Hópur 4: 13-14 maí og 27-28 maí (2x 40 mín 2 saman 13 og 27 maí, einkatími 14 og 28 maí)
Allir nemendur fá svo einn einkatíma í lokin og þeir fara fram 1, 2 og 3 júní
Þetta eru þá í allt 7 reiðtímar (þar af 3 einkatímar) og kennslutíminn jafngildir því þeim 10 tímum sem námskeiðið átti að vera (10x 40 mín 2 saman)
Við teljum svona lotur gefa krökkunum meira í þjálfuninni en að hafa einn reiðtíma einu sinni í viku svona seint á tímabilinu sem raunin er núna.
Kennarar hópanna verða Atli Guðmundsson, Hinrik Þór Sigurðsson, Friðdóra Friðriksdóttir og Snorri Dal.
Við viljum biðja alla sem búnir voru að skrá sig, að staðfesta fyrir fimmtudagnn 30.apríl hvort þeir vilji halda plássinu sínu, senda póst á hinrik@lbhi.is og á föstudag 1. maí verða hóparnir endanlega settir upp.
Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við Hinna Sig í síma 695 9770 á á netfangið hinrik@lbhi.is.