Oddfellowar boða til fundar hjá sér í Golfskálanum við Urriðakotsvöll miðvikudaginn 7 júní nk. kl 18:00 þeir óska eftir stuðningi Sprettara og Sörlamanna við útivistarskipulag sem þeir hyggjast reyna að koma inn á aðalskipulagstillögur Garðabæjar, en frestur til aths. við þær tillögur er til og með 19 júní nk. Meðfylgjandi mynd er af útvistarskipulagi frá þeim er varðar reiðleiðir á svæðinu, eins og sést á skipulagsdrögunum þá er vilji til að endurvekja reiðleiðina milli Vífilsstaðahlíðar og Gráhelluhrauns í Hafnarfirði, að hluta eftir línuveginum. Þeir óska eftir að sjá sem flesta hestamenn á fundinum.