Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 1. febrúar 2016 - 18:40

Æskulýðsnefnd Sörla hefur ákveðið að bjóða öllum krökkum í Sörla, 18. ára og yngri, fría reiðkennslu. Opið hús verður alla fimmtudaga í febrúar milli kl 17:00 - 18:00. Tíminn milli 17:00 - 17:30 er ætlað fyrir meira vana krakka og tíminn milli 17:30 - 18:00 fyrir minna vana krakka. Reiðkennari verður á staðnum til að leiðbeina krökkunum. Lítum við svo á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir krakkana að kynnast og koma saman og um leið eiga möguleika á að fá leiðsögn með hestana sína. Fyrstu ríður á vaðið Sindri Sig. en hann mun vera 4. febrúar. ALLIR 18. ÁRA OG YNGRI VELKOMNIR

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll