Birtingardagsetning:
þriðjudaginn, 7. október 2014 - 10:16
Frá:
Brynja Björk Garðarsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri Hestamannafélagsins Sörla frá og með 1.október. Hún er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MSc í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Brynja Björk hefur m.a starfað við fjármálastjórn, blaðamennsku, markaðsráðgjöf og almannatengsl. Brynja Björk hefur stundað hestamennsku til fjölda ára.
Við bjóðum Brynju Björk velkomna til starfa.
Stjórn Sörla