Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 10. febrúar 2021 - 18:25

Þá er komið að því að við ætlum að vera með Pollanámskeið fyrir 5-10 ára krakka, þetta er námskeið fyrir krakka sem geta komið á eigin hestum.

Námskeiðin verða á sunnudagsmorgnum kl 9:00-11:00 hver kennslustund verður 40 mín. Kennt verður 21.feb, 28.feb, 14.mars, 28.mars (í hvíta gerði),
4. apríl, 11.apríl (í hvíta gerði), 18.apríl (í hvíta gerði) og 25. apríl. Þetta eru 8 skipti og 3 af þeim verða að vera úti því höllin er upptekin,
ef það viðrar ekki til útikennslu þá finnum eitthvað við út úr því.

Á námskeiðinu verður kennd almenn undirstöðuatriði reiðmennsku og einnig verða skemmtilegar þrautir og jafnvægisæfingar.

Kennari verður Ástríður Magnúsdóttir en hún hefur kennsluréttindi frá Hólaskóla.

Athugið að allir nemendur þurfa að vera félagsmenn Hestamannafélagsins Sörla. Hægt er að skrá sig sem félagsmann með því að senda póst á sorli@sorli.is. Félagsgjald er frítt fyrir yngri en 18 ára.

Fyrstu 18 krakkarnir sem eru skráðir komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Námskeiðið kostar 18.000 kr

Skráning hér

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll