Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 24. maí 2014 - 11:08
Frá: 

Á gæðingamóti Sörla og Graníthallarinnar ætlar mótanefndin að bjóða upp á nýja keppnisgrein þ.e. sérstaka grein fyrir polla "pollagæðingakeppni" enda eigum við í Sörla marga góða knapa sem mega ekki enn keppa í barnaflokki.

Í lögum og reglum LH frá 2013 segir m.a. um pollagæðingakeppnina:
Þátttökurétt hafa öll börn 9 ára á árinu og yngri. Allir pollar skulu fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Ekki skal keppt í pollaflokki á Landsmóti. Pollum er ekki heimilt að keppa á stóðhestum. 

Keppnin
2-5 keppendur inni á vellinum í einu. Gefið skal upp við skráningu hvort riðið sé upp á hægri eða vinstri hönd. Þulur stjórnar keppni. Riðið skal að lágmarki 2 hringir og að hámarki 3 hringir í hverju verkefni.

  • Tölt eða brokk, hægt til milliferð
  • Fet 

Ekki verða riðin sérstök úrslit í pollakeppninni.
 

Dómar

  • 3 - 5 dómarar dæma með spjöldum 5 - 10. 
  • Gefin skal einkunn fyrir stjórnun og ásetu sem gildir 1/2 af heildareinkunn, þ.e. deilitala dómara er 4. Meðaleinkunn reiknuð. 
  • Heimilt er að skera úr um úrslit í forkeppni og sleppa þar með úrslitum, enda séu keppendur 5 eða færri og hafi keppt saman í forkeppni. 

Almennar ábendingar 

  • Sérstakt tillit er tekið í dómum til eftirfarandi atriða: 
  • Hreinleika gangsins. 
  • Léttleika, jafnvægis, fallegrar reisingar og fjaðrandi hreyfinga. 
  • Ásetu og taumhalds, hversu virkur knapinn er. 
  • Tekið skal á grófri reiðmennsku í dómi. 

Hvetjum við alla vana polla að taka þátt í þessari gæðingakeppni.  Hlökkum til að sjá sem flesta.

Með kveðju Mótanefndin.

Pollar, Pollagæðingakeppni, Á braut