Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 25. apríl 2016 - 10:24

Hestadagar verða haldnir 30. apríl og 1 maí. Af því tilefni óskum við eftir þátttakendum í skrúðreið í Reykjavík laugardaginn 30. apríl sem hefst kl.12:30 

Dagskrá skrúðreiðar er eftirfarandi 

  • 12:00 – Mæting við BSÍ. Hestar og knapar stilla sér upp – forreið fremst – félög í stafrófsröð – tveir  fánaberar frá hverju félagi í félagsbúningi. Aðrir í lopapeysum. Snyrtimennska í fyrrúmi hjá hestum og mönnum.
  • 12:30 – Riðið af stað upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju.
  • 13:00 – Uppstilling fyrir framan Hallgrímskirkju, opnun.  
  • 13:15 – Skólavörðurstígur – Bankastræti – Austurstræti – Pósthússtræti  
  • 13:40 – Vonarstræti (stoppað við Austurvöll) – Kór á Austurvelli
  • 14:00 – Tjarnargata – Hljómskálagarður – BSÍ  

 Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt, hafi samband við Þórunni í síma 897 2919 eða senda póst á sorli@sorli.is

Einnig óskum við eftir Sörlafélögum til að hafa opið hús 1. maí á degi íslenska hestsins.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll