Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 20. september 2016 - 15:47

Ágætu Sörlafélagar

Nú styttist í aðalfund þar sem við munum kjósa félagsmenn í nefndir og stjórn. Menn koma og fara og alltaf er vöntun á góðu fólki sem vill leggja félaginu lið. Það er gefandi og ánægjulegt að starfa að félagsmálum, kunningjahópurinn stækkar og áhuginn á hestamennslu eflist. Starfið er mjög fjölbreitt eins og sjá má á flóru nefnda í félaginu. Sjá nánar http://sorli.is/nefndir

Nú biðlum við til ykkar sem hafið einhvern áhuga á að bjóða fram hendur ykkar til að starfa fyrir félagið. Margar hendur vinna létt verk :-)

Vinsamlegast hafið samband á sorli@sorli.is eða hringja í Þórunni í síma 897 2919