Birtingardagsetning:
föstudaginn, 8. september 2017 - 12:40
Eins og margir vita er orðið mjög framorðið á böttunum í reiðhöllinni okkar og kominn tími á endurnýjun. Í dag fáum við efni til að endurnýja þá og leitum við því til ykkar félagar góðir að koma og aðstoða við að mála timbrið sem á að fara í battana. Við áætlum að vera að mála laugardag og sunnudag frá kl. 11:00-17:00 þannig að fólk er velkomið að aðstoða hvenær sem er á þessum tíma.
Reiðhöllin verður því lokuð frá laugardeginum og fram að næstu helgi vegna framkvæmda.
Gaman væri að sjá sem flesta með pensil í hönd og í góðri stemmingu.