Fjögurra vikana námskeið með Daníel Jónssyni 7. – 21. mars. Daníel býður áhugasömum hestamönnum upp á einkatíma í mars. Kennslan verður sniðin að þörfum hvers knapa og hests. Daníel er einn reyndasti knapi landsins, hann er Sörlafélagi og kynbótaknapi ársins 2016. Kennslan fer fram á þriðjudögum. Verð: 33.500 skráning á ibh.felog.is
Fjögurra vikna námskeið með Hönnu Rún Ingibergsdóttur „Grunnur að góðu tölti“ 4 – 25 apríl. Á námskeiðinu verður farið í hvernig hægt er að bæta reiðhesta, gangtegundir þeirra og beislisvinnu. Hanna Rún er Sörlafélagi og var með samskonar námskeið á síðasta ári sem vakti mikla ánægju þeirra sem námskeiðið sóttu. Í hverjum tím eru tveir knapar saman og tíminn er 40 mínútur. Kennt á þriðjudögum. Verð kr. 19.500 skráning á ibh.felog.is