Góðan daginn kæru keppendur, starfsfólk, áhorfendur, áheyrendur og aðrir áhugamenn um mótið.
Klukkan 9:00 hefst Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla og HS Orku.
Við hlökkum til dagsins í dag og vonum að hann verði skemmtilegur fyrir alla og árangursríkur fyrir suma :D
Nokkur atriði fyrir keppendur
- Öllum afskráningum skal skila skriflega í dómpall þegar mótið er hafið því ekki verður tekið við afskráningum með tölvupósti eða í gegnum facebook. Athugið að skila þar eigi síðar en klukkutíma áður en greinin hefst sem afskrá á í.
- Keppendur eiga að mæta tímanlega á upphitunarvöll til að hægt sé að halda tímaáætlun. Þar fer fótaskoðun fram.
Annað:
- Lifandi niðurstöður munu birtast hér á viðburðinum á fésbókinni.
- Útvarp Sörla er á 106,1.
- Hér að neðan má svo finna uppfærða rafræna mótsskrá. Athugið hún verður ekki gefin út í prentuðu formi.
Gangi okkur öllum vel í dag :D