Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 8. febrúar 2021 - 15:46

Fyrsta mót Meistaradeildar æskunnar fór fram í gær. Þar áttum við tvo glæsilega fulltrúa, þær Söru Dís Snorradóttur og  Kolbrúnu Sif Sindradóttur.

Sara Dís á hestinum Gusti frá Stykkishólmi fór efst inn í úrslit eftir forkeppni en þau höfnuðu í 5. sæti í úrslitum.

Kolbrún Sif og og Bylur frá Kirkjubæ urðu í 16.-18. sæti með glæsilega einkunn. Liðið hennar sigraði liðakeppnina eftir fyrsta mótið.

Það verður gaman að halda áfram að fylgjast með þeim.

Áfram Sörli

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll