Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 3. nóvember 2017 - 16:14

Nú er loksins komið að því að stofna kvennadeild innan Sörla. Stofnfundurinn verður haldinn á Sörlastöðum fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00.

Tilgangur

Skapa samvinnu og félagslegan grunn meðal kvenna í Sörla.  Halda skemmtanir fyrir konur s.s. kvennakvöld, sameiginlega reiðtúra, sameiginleg námskeið, kvennareið og í raun allt það sem konur innan Sörla hafa áhuga á að gera.

Markmið

  • Virkja konur innan félagsins til frekari kynna og samveru.
  • Hvatning til samvinnu.
  • Virkja allar félagskonur í Sörla til skemmtilegra hluta.
  • Ná til félagskvenna óháð því hvernig hestamennsku viðkomandi stundar.
  • Samvera og samstarf Sörlakvenna á öllum aldri.

Athuga þarf að þó að um kvennadeild sé að ræða er markmiðið ekki að þær eigi að standa fyrir kökubakstri og öðrum fjáröflunum nema þær óski þess.

Dagskrá fundarins:

  • Umræða um tilgang og markmið deildarinnar
  • Hugmyndir að reglum deildarinnar
  • Hugmyndir að félagsstarfi vetrarins
  • Kosning framkvæmdahóps til eins árs

Vonumst til að sjá sem flestar kátar og hressar konur á öllum aldri. Þetta er eitthvað sem engin kona má láta framhjá sér fara.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll